Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 613  —  528. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins sé í almannaþágu, sbr. lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013?
     2.      Fór fram mat á hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins, m.a. með tilliti til samkeppnissjónarmiða, sbr. 16. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013?
     3.      Hvaða áhrif telur ráðherra að hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins hafi á starfsemi annarra hlaðvarpa sem eru í samkeppnisrekstri?
     4.      Hver er kostnaður Ríkisútvarpsins vegna hlaðvarpsgerðar á árinu 2023?


Munnlegt svar óskast.